25.1.2007 | 13:37
Sérkennileg aðstaða fráskilina feðra...
Fráskilinn föður með þrjú börn, það er líklega einhver sú undarlegasta staða sem einstaklingur getur lent í hér á Íslandi. Ef við rekum dæmigerðan feril er hann eitthvað á þessa leið:
- Gengið frá skilnaði hjá Sýslumanninum í Reykjavík, allir starfsmenn kvennkyns. Dómarinn sannfærir viðkomandi um að þessir pappírar sem liggja þarna á borðinu séu bara eftir bókinni og ef einhver er ósáttur þá sé það dómstólalanna að skera þar úr. Lang flestir skrifa undir þessi plögg, og eru þar með búnir að afsala sér forræði yfir börnunum þó þeir hafi umgengisrétt og skildur (meðlagsgreiðslur).
- Svo er komið að því að koma sér fyrir. Allir almennilegir menn vilja auðvitað tryggja börnum sínum gott viðurværi og aðstöðu til að hafa þau sem mest hjá sér. Semsagt, í þessu tilfelli kaupir viðkomandi íbúð með í það minnsta 3-4 svefnherbergjum. Verðið, tja líklega 20-25 milljónir. Afborgun ca. 100.000 þúsund. Svo bætast við meðlög 48.000 og uppgefinn lifikostnaður ca. 150.000 þar sem viðkomandi þarf að sjálfsögðu að reka bíl ef hann ætlar á annað borð að hafa eitthvert samneyti við börnin sín.
- Eftir skatta og önnur gjöld gerir þetta því samtals ca. 500.000 á mánuði og er þá ótalin þau gjöld sem falla til eins og 50% kostnaður við fatakaup, tannréttingar, íþróttir og annað.
- Ef viðkomandi stendur ekki undir kostnaði er það fyrsta sem gerist líklega það að Innheimtustofnun Sveitarfélaga selur húsnæðið á uppoði. Það er í meira lagi kaldhæðið... .
- Í þeim tilfellum sem ég þekki til hefur niðurstaðan iðulega orðið sú að börnin verja tímanum ca. 1/3 hjá föður sínum. Þar koma inn sumarfrí og jóla- og páskafrí auk annarra daga þar sem vel hentar foreldrunum að skipta. Að auki er oft og iðulega að eitt barnanna endi með að búa að stærstum hluta hjá föðurnum þannig að hans kostnaður af daglegum þörfum barnanna er iðulega ekki í neinu sambandi við upphaflegt samkomulag um aðrahverja helgi.
- Þetta er reynslusaga mín og annarra sem ég þekki vel til, við erum ekki búnir að gefast upp og ekki ennþá orðnir feður sem hafa gefist upp. Búa í einstaklings leiguíbúð og hafa engin tækifæri til að sinna börnum sínum.
- Það er svo eins og til að kóróna allt saman að barnabætur og vaxtabætur falla mæðrunum sjálfkrafa í hlut meðan faðirinn hefur ekki einu sinni leifi til að setja x í "börn á framfæri" í skattskýrslunni.
- Þetta er sá veruleiki sem blasir við mörgum, og hefðarinnar vegna sækja fæstir rétt sinn til sameiginlegs forræðis og afnáms meðlagsgreiðslna. Enda er það ljóst að hefðinn dæmir þann mann skíthæl og hann er sjálfkrafa kominn í slag við fyrrverandi eiginkonu í stað þess að reyna að vekja athygli á kerfinu sem er hans raunverulegi óvinur.
- Svona er þetta bara og ég óska hér með eftir viðbrögðum frá stjórnmálaflokkum, hefur það einhver á stefnuskrá sinni að bæta aðstæður feðra sem veitt hafa börnum sínum sambærilegt atlæti og mæðurnar?
- "Við konur erum svo stressaðar af því að við erum alltaf á hlaupum, keyra börnin á leikskólann, fara í búðina...", þetta þarf maður svo að hlusta á í útvarpinu þegar maður er að keyra börnin í skólann, versla, eða á leiðinni á skautaæfingu snemma á laugadagsmorgni.
Um bloggið
Hörður Örn Bragason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.