22.1.2007 | 14:35
Hver hagnast á krónunni?
Krónan hefur verið mér hugleikin eins og sjálfsagt mörgum þessa síðustu daga. Sérstaklega kemur það mér á óvart að þegar stjórnmálamaður leggur til að leggja hana niður skuli fylgi flokksins hríðfalla. Þetta útspil Ingibjargar fékk mig í það minnsta til að endurskoða afstöðu mína til Samfylkingarinnar - sem hefur ekki verið hátt skrifuð hingað til. Í mínum huga eru það bankarnir sem hagnast á krónunni, bæði íslenskir og erlendir. Seðlabankinn hefur sáralítil áhrif á gengið - það sveiflast miklu frekar eftir útgáfu krónubréfa erlendra banka. Hræðsluáróður stjórnarflokkana um atvinnuleysi og efnahagshörmungar getur ekki verið annað en hlægilegur í ljósi efnahagsástandsins undanfarin ár. Ef krónan er það sem við þurfum til að hafa stjórn á hagsveiflum - hver ber þá ábyrgð á því að við þurfum að búa við 7-8% verðbólgu 15% stýrivexti og krónu sem sveiflast um ca. 5% upp eða niður í hverri einustu viku? Í öllu falli er hægt að hengja gengið við Evruna og sjá hvað gerist, ef menn eru ósáttir þá er ekkert því til fyrirstöðu að fleyta krónunni aftur.
Um bloggið
Hörður Örn Bragason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.