Hver hagnast á krónunni?

Krónan hefur verið mér hugleikin eins og sjálfsagt mörgum þessa síðustu daga.  Sérstaklega kemur það mér á óvart að þegar stjórnmálamaður leggur til  að leggja hana niður skuli fylgi flokksins hríðfalla.  Þetta útspil Ingibjargar fékk mig í það minnsta til að endurskoða afstöðu mína til Samfylkingarinnar - sem hefur ekki verið hátt skrifuð hingað til.  Í mínum huga eru það bankarnir sem hagnast á krónunni, bæði íslenskir og erlendir.  Seðlabankinn hefur sáralítil áhrif á gengið - það sveiflast miklu frekar eftir útgáfu krónubréfa erlendra banka.  Hræðsluáróður stjórnarflokkana um atvinnuleysi og efnahagshörmungar getur ekki verið annað en hlægilegur í ljósi efnahagsástandsins undanfarin ár.  Ef krónan er það sem við þurfum til að hafa stjórn á hagsveiflum - hver ber þá ábyrgð á því að við þurfum að búa við 7-8% verðbólgu 15% stýrivexti og krónu sem sveiflast um ca. 5% upp eða niður í hverri einustu viku? Í öllu falli er hægt að hengja gengið við Evruna og sjá hvað gerist, ef menn eru ósáttir þá er ekkert því til fyrirstöðu að fleyta krónunni aftur.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hörður Örn Bragason

Höfundur

Hörður Örn Bragason
Hörður Örn Bragason
Hörður Örn Bragason
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...e002_118054
  • ...image002

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband